News

Frumsýnum nýjan RAM 3500 2019

07 May 2019

RAM 2019 FB 1200x628_event_11.mai_small

Þá er komið að því! Við frumsýnum á laugardaginn nýjan RAM 3500. Nýtt útlit, nýjar útfærslur og fjölmargar tækninýjungar. 40 bílar á leiðinni til okkar í Limited, Laramie (Sport & Black Edition) og Big Horn útfærslum. Þá frumsýnum við einnig RAM í Mega Cab útfærslu.

Áfram er hin magnaða 6,7 lítra Cummins vél í boði með 6 þrepa sjálfskiptingu 370 hestölf og enn öflugri 400 hestafla vél með AISIN sjálfskiptingu. RAM er ekki aðeins með mesta togið 1365 Nm (AISIN), heldur mestu dráttargetuna og mesta innrarýmið (Mega Cab) í sínum flokki.

Fjölmargar tækninýjungar er hægt að fá í nýjum RAM sem aukabúnað, s.s. 12,4” snerti- og upplýsingaskjá, 360°myndavél og skynjarar að framan og að aftan, RAM box með 400W raftengi og fjarstýrð opnun á afturhlera.

Íslensk-Bandaríska er umboðaðili RAM á Íslandi. Með því að kaupa RAM hjá okkur tryggir þú þér ábyrgð framleiðanda og allar innkallanir sem kunna að berast á lífstíma bílsins verði tilkynntar eiganda sem framlengd ábyrgð framleiðanda og framkvæmdar eiganda að kostnaðarlausu.

Frumsýning á nýjum RAM er í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ er opin á milli kl. 12-16. Rjúkandi heitt Lavazza kaffi og KitKat frá Danól verður í boði sem og ískalt Egils Appelsín frá Ölgerðinni.

Hlökkum til að sjá þig!

Starfsfólk Ís-Band.

Latest From Ram